19.04.1937
Sameinað þing: 12. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 104 í D-deild Alþingistíðinda. (2477)

85. mál, milliþinganefnd í bankalöggjöf o. fl.

*Jakob Möller:

Eins og hv. þm. sjá í nál., þá hafa nokkrir nm. áskilið sér óbundið atkv. um brtt. á þskj. 220. í þeirri brtt. er farið fram á, að 2. málsgr. till. á þskj. 104 verði orðuð á annan veg og víðtækar heldur en þar er gert. Samkvæmt till. á þskj. 104 er mælt svo fyrir, að n. eigi aðeins að athuga og gera tillögur um, hvernig verðskráningu íslenzku krónunnar verði haganlegast fyrir komið, virðist tilgangurinn þar aðeins sá, að athuga, hvaða fyrirkomulag á verðskráningunni myndi heppilegast og tryggilegast. Hinsvegar litu margir svo á, að þetta geti tæplega talizt nægilegt í sambandi við athugun krónunnar, þar sem margir telja, að íslenzka krónan sé þegar raunverulega fallin í verði, og þá beri líka, þegar um ráðstafanir í þessum málum er að ræða, að taka til athugunar, hvað gerlegast sé í því efni til þess að koma því ástandi, sem nú er, í samrami við gengið, eða með öðrum orðum, hvernig á að koma skráningu krónunnar í samræmi við ástandið, sem nú ríkir, eða ástandinu í samræmi við þá verðskráningu krónunnar, sem nú er.

Það eru tvær leiðir hugsanlegar í þessu efni. Önnur er sú, að gera ráðstafanir til að halda uppi því gengi, sem þegar er ákveðið, og hin sú, að gera ráðstafanir til þess, að krónan fái opinberlega viðurkennt sitt rétta gengi eins og það er nú. Mér hefir skilizt á umræðum þeim, sem hér hafa farið fram, að ýmsir þm. væru andvígir því að viðurkenna, að íslenzka krónan væri fallin í verði. Ég hygg þó, að með sjálfum sér viðurkenni allir þm., að svo sé, og um það verður í rauninni alls ekki deilt. Og sérstaklega væri þess að vænta af þeim hv. þm., sem kunnugir eru störfum hinnar svokölluðu skipulagsnefndar atvinnumála, sem fékk aðstöðu sérfræðings í þessu máli, að þeir viðurkenndu, að svo væri talið af óhlutdrægum mönnum, sem hafa kynnt sér þessi mál. Þegar svo er ástatt, þá er það ljóst, að það er óforsvaranlegt að taka ekki þessi mál til rækilegrar athugunar, enda hefir það dregizt óþarflega lengi. Hinsvegar hefir brtt. á þskj. 220 allt það í sér, sem farið er fram á í 2. málsgr. till. á þskj. 104, því að undir þær ráðstafanir, sem nauðsynlegt er að gera í sambandi við gengisfall íslenzku krónunnar, verður jafnframt að koma athugun á því. hvernig haganlegast sé að koma fyrir verðskráningu krónunnar. Það verður líka að falla undir þá rannsókn eða athugun. Brtt. á þskj. 220 er því í raun og veru sama efnis og hliðstæð ummæli eða ákvörðun í till. frv., en viðtækari og nær jafnframt yfir það, sem óforsvaranlegt er að færast undan að taka til athugunar. Þess, vegna tel ég rétt að samþ. brtt. á þskj. 220.