19.04.1937
Sameinað þing: 12. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 108 í D-deild Alþingistíðinda. (2483)

85. mál, milliþinganefnd í bankalöggjöf o. fl.

*Frsm. minni hl. (Sigurður Einarsson):

Ég get verið ákaflega stuttorður. Ég ætla ekki að fara að skattyrðast við hv. þm. Barð. Ég álít, að við höfum ekki tíma til þess að hlusta á og svara svo ómerkilegu þvaðri, sem venjulega kemur frá honum, þegar safnazt hefir fyrir svo mikið af gremju við guð og menn, að hann þarf að veita því út úr sér. En mig langar að beina til hans einni fyrirspurn og óska eftir því, að hann svari henni, ef hann vill ekki vera staðinn að því hér á Alþ. að fara með fleipur eða helber ósannindi. Hvað er það, sem mér persónulega hefir verið lofað í sambandi við þetta mál? Og hvaðan hefir hv. þm. það? Ef hann gerir ekki fulla grein fyrir þessu, ætla ég að lýsa því hér yfir, að þetta er ekkert aunað en fleipur og helber vitleysa, — orð, sem utan þinghelginnar mundi mega kalla kjaftæði, og það eru þau raunar líka hér á Alþingi.