20.04.1937
Sameinað þing: 14. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 114 í D-deild Alþingistíðinda. (2514)

162. mál, dánarbætur o. fl.

*Gísli Guðmundsson:

Ég hefi ásamt hv. þm. Barð. flutt í Nd. frv. til l. um breyt. á l. um alþýðutryggingar, og það felur aðallega í sér tvær breytingar. Önnur breytingin gengur alveg í sömu átt og sú þáltill., sem hv. 3. landsk. hefir flutt hér og hv. 1. landsk. gert brtt. við. Hin breyt. er þess efnis, að vextir af ellistyrktarsjóðsgjaldi sveitanna skuli ekki teljast á móti framlagi hreppanna. Það er sýnilegt, að hvorki þetta frv. né þær till., sem fram hafa komið um breyt. á alþýðutryggingalögunum, muni ná fram að ganga á þessu þingi, og því munu þessar tillogur þeirra hv. 3. og 1. landsk. vera fram komnar.

Ég verð að segja það í sambandi við frv. það, sem við hv. um. Barð. fluttum, að það hefði ekki þurft að breyta lögunum, heldur sé það svo, að ef þau eru rétt skilin, þá teljist vextir ekki með framlagi lífeyrissjóðs. Ég get fullyrt það, að sumir lögfræðingar skoða, að lögin eigi að skilja á þann veg. En alþýðutryggingastjórnin hefir litið á þetta á annan veg, þannig að framlag lífeyrissjóðs teljist móti framlagi sveitarsjóða. Ég vil í sambandi við þetta og í samræmi við skilning minn á þeim brtt., sem hafa komið hér fram, leyfa mér að bera fram vatill. við brtt. hv. 1. landsk., sem er á þessa leið, með leyfi hæstv. forseta:

„1. Aftan við brtt. bætist: Ennfremur lýsir Alþingi yfir þeim skilningi sínum á ákvæðum laganna, að ekki beri að telja úthlutaða vexti af ellistyrktarsjóðum hreppa og kaupstaða með framlagi Lífeyrissjóðs Íslands móti framlögum bæjar- og sveitarsjóða til ellilauna, og beri sveitar- og bæjarstjórnum réttur til að ráðstafa þessum vöxtum eins og áður, án tillits til úthlutunar ellilauna að öðru leyti.

2. Aftan við fyrirsögn till. bætist: o. fl.“