20.04.1937
Sameinað þing: 14. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 115 í D-deild Alþingistíðinda. (2516)

162. mál, dánarbætur o. fl.

*Stefán Jóh. Stefánsson:

Ég skal geta þess út af till. hv. 3. landsk., að með þeirri till. er farið út á of víðan grundvöll, og ég vil leggja til, að sú till. verði ekki samþ. En út af viðaukatill. hv. þm. N.-Þ. vildi ég beina til hæstv. forseta, að vafasamt sé, hvort hægt sé að bera þá till. undir atkv., því lagt er til, að Alþingi lýsi yfir skilningi sínum á ákvæðum laganna, sem ég tel, að ekki geti samrýmzt orðum laganna. Þessi brtt. getur þess vegna ekki komið til greina í till.formi í sameinuðu Alþingi. og það er mín skoðun, að eftir lögunum sé ekki hægt að framkvæma þetta á þá lund sem hv. þm. N.-Þ. leggur til, og hún far því ekki staðizt og getur ekki komið til atkv. á Alþingi.