14.04.1937
Neðri deild: 38. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 123 í D-deild Alþingistíðinda. (2533)

117. mál, hús á þjóðjörðum

Páll Zóphóníasson:

Ég skal ekki lengja umr. með því að fara út í einstök atriði. Það er rétt, að það er yfirleitt vandræðamál, hvernig á að hýsa jarðir í sveit, jafnt þær, sem eru eign ríkis og kirkju, eins og hinar. Ég hygg, að það sé að nokkru leyti búið að leysa þetta mál að því er snertir þessar jarðir, sem hér um ræðir, með ákvæðum erfðafestulaganna, og ég er ekki viss um, hvort það er nokkur sérstök ástæða til að samþ. þessa till. Það er víst, að núv. landsstj. hefir þetta mál til athugunar og reynir að leysa það eins og hægt er, og ég hefði viljað leggja til, að þessari till. yrði vísað til hæstv. stj.