15.04.1937
Neðri deild: 39. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 85 í B-deild Alþingistíðinda. (263)

14. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

*Ólafur Thors:

Ég ætla aðeins að láta í ljós þá skoðun mína, þar sem þetta er eitt af stærstu ágreiningsmálum þingsins og ádeilumálum á núverandi stjórn, að mér þykir mjög leiðinlegt að þurfa að taka hér til máls að hæstv. atvmrh. fjarstöddum. Ég ber þess vegna fram þá ósk til hæstv. forseta, að hann fresti umr. um málið, þangað til hæstv. atvmrh. getur verið viðstaddur, því að það er við hann, sem ég óska að tala um þetta mál, fremur en nokkurn annan. Á dagskránni eru nokkur mál, sem tekur sinn tíma að afgreiða, og því ákaflega útlátalaust að fresta þessu máli um stundarsakir, nema ef hæstv. forseti telur, að þessu máli liggi svo mikið á, og sé hætta á, að það dagi uppi.