15.04.1937
Neðri deild: 39. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 93 í B-deild Alþingistíðinda. (281)

14. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

*Ólafur Thors:

Ég vil nota þá aths., sem ég má gera, til þess að þakka hæstv. atvmrh. fyrir þær upplýsingar, sem hann gaf. Hann sagði, að samkv. gildandi þingræðisreglu væri til sá möguleiki, að ráðh. segði af sér. Ég verð að biðja þennan hæstv. ráðh., og raunar báða hina, að afsaka, að ég var búinn að gleyma þessu; þeir geta sjálfsagt reiknað út, hvers vegna.