16.04.1937
Efri deild: 42. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 98 í B-deild Alþingistíðinda. (294)

14. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Hv. Nd. gerði þá breyt. á frv. eins og það lá fyrir, að það var ákveðið, að gildistími l. væri jafnlangur og skipunartími þeirrar stjórnar, sem skipuð var samkv. þeim. Eins og ég skýrði d. frá í gær, þá hefi ég fallizt á þessa breyt., og skal ekki um hana fjölyrða.

Að því er snertir fyrirspurn hv. 1. þm. Eyf. skal því svarað, að verði frv. þetta samþ. eins og það nú liggur fyrir, og nái frv. þm. Eyf. eigi afgreiðslu á þessu þingi, mun ég, áður en l. falla úr gildi, hafa undirbúna löggjöf um skipun verksmiðjustjórnar, og hafa um þann undirbúning samráð við aðalflokka þingsins eða menn, er þeir tilnefna í þessu skyni, þegar að þingi loknu.