25.02.1937
Neðri deild: 9. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 113 í B-deild Alþingistíðinda. (333)

11. mál, alþýðutryggingar

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég vil benda hv. þm. Snæf. á það, að þessi l. eru ekki í samræmi við það frv., sem samþ. var hér í d. á síðasta þingi. Í bráðabirgðalögunum var þeim mönnum á aldrinum 60–67 ára veittur réttur til styrks, sem áður höfðu notið ellistyrks, en samkv. frv. hv. þm. átti aldurstakmarkið almennt að vera 60 ár. Þessi fjölgun, án þess að gera samtímis ráð fyrir auknum tekjum, hefði að sjálfsögðu orðið til þess, að hver einstakur maður hefði fengið lægri upphæð en til var ætlazt í l.