13.04.1937
Neðri deild: 37. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 122 í B-deild Alþingistíðinda. (371)

9. mál, fiskimálanefnd o. fl.

*Héðinn Valdimarsson:

[Upphaf ræðunnar hefir fallið niður við skrifaraskipti.]: Annars er tími til að deila um réttlætið í þessum leyfisveitingum við 3. umr. En um það verður ekki deilt, að Kveldúlfur hefir í þessum efnum skammtað sér sinn rétt sjálfur, og þar með brotið landslög, þótt vantað hafi sektarákvæði í lögin, varðandi slíkt athæfi.