13.04.1937
Neðri deild: 37. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 123 í B-deild Alþingistíðinda. (373)

9. mál, fiskimálanefnd o. fl.

*Héðinn Valdimarsson:

Ég sé ekki ástæðu til þess að svara hv. þm. G.-K. meiru að þessu sinni, en mun hinsvegar gera það við 3. umr. og láta þá tölurnar tala, er ég hefi öll gögn við hendina. Ef Kveldúlfur hefir talið sig vera afskiptan í útflutningsleyfunum, átti félagið að kæra það, í stað þess að brjóta landslög. Það er þýðingarlaust fyrir hv. þm. G.-K. að velta þessu yfir á skipstjórann, því að ómögulegt verður að álíta, að hann sé hærra settur en framkvæmdastjórar félagsins. Það er líka gagnslaust að halda því fram, að athæfi sem þetta skaði engan, því að innflutningsleyfi til Þýzkalands eru mjög takmörkuð, eins og hv. þm. veit vel. Þetta athæfi er fyrst og fremst brot gegn landslögum, en ekki gegn fiskimálanefnd.