15.04.1937
Neðri deild: 39. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 133 í B-deild Alþingistíðinda. (388)

9. mál, fiskimálanefnd o. fl.

Ólafur Thors:

Ég verð að viðurkenna, að það ætti ekki að þurfa að lögfesta slík fyrirmæli og þessi, en þar sem hér í umr. hefir verið sýnt fram á með óhrekjanlegum skýrslum, að fiskimálanefnd hafi brugðizt skyldu sinni í þessum efnum, þá sé ég ekki, að menn geti vænzt þess að ná sæmilega rétti sínum, nema fiskimálanefnd fái það aðhald, sem þessi till. býður. Ég segi þess vegna já.