20.04.1937
Efri deild: 48. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 135 í B-deild Alþingistíðinda. (401)

9. mál, fiskimálanefnd o. fl.

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég get ekki mælt með þessari brtt. hv. þm. N.-Ísf. Að því er fyrri hluta till. snertir, þá er hann óþarfur, því að fiskimálanefnd hefir að sjálfsögðu samband við fél. íslenzkra botnvörpuskipaeigenda og ráðgast við það um úthlutun leyfanna. En að því er síðari hlutann snertir, þá er það fjarri sanni að leggja fyrir n., að hún skuli fara eftir till. félagsstj. í félagi ísl. botnvörpuskipaeigenda, því að það er sama og að láta félagsstj. annast þá úthlutun. Ég álít það miður heppilegt.

Hinsvegar er það rétt, sem hv. þm. sagði, að það er æskilegt að ákveða túrafjölda hvers skips í byrjun vertíðar, enda hefir verið reynt að gera það, en breyt., sem orðið hafa hjá skipunum sjálfum, hafa raskað þeirri áætlun.