15.04.1937
Efri deild: 41. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 201 í B-deild Alþingistíðinda. (444)

18. mál, leiga á mjólkurvinnslustöð

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Ég ætlaði ekki að taka til máls núna, þar sem ekki hefir gefizt neitt sérstakt tilefni til þess. En þar sem hv. 2. þm. Rang. hefir beint til mín fyrirspurn, þd tel ég rétt að svara henni. Það er rétt hjá hv. þm., að vitanlega var ekki hægt að byggja töku stöðvarinnar á því, að þar hafi verið maðkað skyr og myglaðir ostar. En ég ætla ekki að fara að endurtaka neitt af því, sem ég hefi sagt um þetta mál, enda hygg ég, að þeim, sem lesa stjórnartíðindin og þau vottorð, sem ég hefi lesið upp, þyki nægilegar upplýsingar og ástæður hafa legið fyrir hendi til að taka stöðina, þó þetta hafi ekki líka verið sannað fyrirfram.

Ég ætla sem sagt ekki að fara, neitt frekar út í þetta mál, því ég veit, að þeir áheyrendur, sem hér eru, hljóta að vera á mínu máli um það, að mér hafi verið rétt og skylt að taka stöðina eignarnámi. Hv. 2. þm. Rang. getur svo haft sína skoðun, en mér er næst að halda, að hann hefði aldrei lagt út í þennan málflutning, ef hann frá upphafi hefði vitað hið sanna og rétta um þetta mál.