20.04.1937
Neðri deild: 44. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 205 í B-deild Alþingistíðinda. (460)

18. mál, leiga á mjólkurvinnslustöð

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Ég þarf ekki heldur að svara þessu mörgum orðum, að öðru leyti en því, sem snertir Sláturfélag Suðurlands. Hv. þm. veit, að svipað kjötverð er ákveðið fyrir öll félögin, en það er kostnaðurinn við reksturinn, sem dregur úr verðinu hjá Sláturfélagi Suðurlands, og við það getur sá maður, sem settur er til að ákveða verðið, ekki ráðið. Hv. þm. veit vel, af hverju þetta stafar.