27.02.1937
Neðri deild: 11. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 205 í B-deild Alþingistíðinda. (463)

37. mál, sala Sanda í Dýrafirði

*Flm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Það eru 4 ár síðan samningar byrjuðu milli ríkisstj. og hreppsnefndar Þingeyrarhrepps um sölu þessarar jarðar. Málið var rækilega undirbúið, og trúnaðarmaður frá Búnaðarfélagi Íslands hefir gert tillögur um fyrirkomulag á ræktun þessarar jarðar.

Tilgangurinn er sá, að allur almenningur í Þingeyrarhreppi geti fengið þar jarðnæði. Jörðinni er skipt í skákir og allt ræktað, sem ræktanlegt er, og afgangurinn er notaður til beitar. Samningurinn er nú nokkurnveginn fullgerður, og mun ég leggja eintak af honum fyrir nefndina, því að það er ekki annað eftir en að fá heimild Alþingis til sölunnar. Ég óska svo, að málinu verði að umr. lokinni vísað til allshn.