19.03.1937
Efri deild: 22. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 208 í B-deild Alþingistíðinda. (483)

86. mál, alþýðutryggingar

*Frsm:

(Sigurjón Á: Ólafsson): Allshn. hefir fengið frv. þetta sent frá hæstv. atvmrh., með ósk um, að n. flytti það. Frv. þetta er þannig til komið að lög þau, sem hér ræðir um, falla úr gildi 1. apríl næstk., og er því nauðsynlegt, að frv. sé flýtt í gegnum þingið.

N. fannst rétt að hafa tímann nógu langan, sem lögin yrðu framlengd um, og hefir því lagt til, að það verði til 1. júlí 1938. Annars er það að sjálfsögðu svo, að frv. þetta er ekki nauðsynlegt, ef breyt. verður gerð á tryggingarlögunum yfirleitt, en fyrir því er ekki trygging, og því er frv. flutt. Efni þess er, eins og hv. þm. sjá, að fresta framkvæmd 2. og. 3. málsgr. 62. gr. laga nr. 26 1. febr. 1936. N. er öll á einu máli um það, að hraða beri frv. gegnum þingið, svo að það geti orðið að lögum fyrir 1. n. m.