23.03.1937
Neðri deild: 25. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 209 í B-deild Alþingistíðinda. (496)

86. mál, alþýðutryggingar

*Stefán Jóh. Stefánsson:

Eftir ósk hv. 6. þm. Reykv. var talað um að vísa þessu máli til allshn. í gær. Það var að vísu enginn formlegur fundur bókaður um þetta mál í n., en hinsvegar ræddu nm. saman um þetta atriði, og varð niðurstaðan sú, að 4 af nm. voru fylgjandi því að leggja til, að frv. yrði samþ. eins og það liggur fyrir. Einn nm., hv. 8. landsk., gerði aths. og kvaðst ekki reiðubúinn til þess að taka afstöðu, í þessu máli, og mér skildist helzt, að hann ætlaði að koma með brtt.

Þó að ekki hafi verið haldinn neinn formlegur fundur um þetta mál, þá hefir samt verið leitað álits nm. um það, og ég vil því leyfa mér að mæla með því f. h. meiri hl. n., að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir á þskj. 86.