23.03.1937
Neðri deild: 25. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 210 í B-deild Alþingistíðinda. (499)

86. mál, alþýðutryggingar

*Stefán Jóh. Stefánsson:

Það var upphaflega ekki meiningin, að þetta mál færi til n., og var það eftir ósk hv, 6. þm. Reykv., að því var vísað þangað. Málið er svo einfalt, að hv. þm. ættu að geta áttað sig á því án þess. Og þó að n. héldi ekki formlegan fund, þá skiptir það engu máli, þar sem það liggur fyrir, að 4 af 5 nm. lýstu yfir, að þeir væru því fylgjandi, að málið gengi áfram óbreytt. Ég sé ekki ástæðu til þess fyrir hv. 8. landsk. að draga í efa, að ég segi satt frá um þetta. Og ég skora á hann að bera það undir hina nm.

Eins og hv. þdm. sjá, liggur á að fá málið afgr. í einhverri mynd fyrir 1. apríl. Og þar sem liðið er á þann tíma, sem er þangað til, vil ég mælast til þess við hv. 8. landsk., að hann dragi þar til við 3. umr. málsins, ef hann vill koma fram með brtt. Annars gæti hann nú þegar lýst skoðun sinni, ef hann vildi láta fella frv., og væri þá hægt að ganga til atkv. um það.

Það hefði ekki orðið langt nál., sem meiri hl. hefði lagt fram. Geri ég ráð fyrir, að ráð hefði orðið ein eða tvær línur, sem sé, að n. legði með því, að frv. yrði samþ.

Ég sé ekki annað en það sé í alla staði þinglegt að afgr. málað við þessar umr., þótt ekki hafi verið prentað nál. frá meiri og minni hl. allshn.