23.03.1937
Neðri deild: 25. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 219 í B-deild Alþingistíðinda. (509)

86. mál, alþýðutryggingar

Forseti (JörB):

Þess var óskað af hæstv. atvmrh., að þessari umr. mætti ljúka í kvöld. En það er ekki með mínu samþ. eða leyfi, að hv. dm. eru fjarverandi. Ég ætla, að ég hafi leyft tveimur mönnum að vera fjarverandi um stundarsakir. En ég get gjarnan látið heyra í bjöllunni og vitað, hvort menn eru ekki hér nærri til þess að hlýða á umr. (SK: Ég hefi því aðeins lokið máli mínu, að málinu verði frestað). Ég vil beina því til hv. 6. þm. Reykv. að lengja umr. ekki um skör fram, af því að 3. umr. er eftir um málið.