23.03.1937
Neðri deild: 25. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 221 í B-deild Alþingistíðinda. (516)

86. mál, alþýðutryggingar

*Gunnar Thoroddsen:

Ég styð þá till., sem hér er komin fram og er réttlætismál, að þessu máli sé frestað, því að það er óforsvaranlegt að afgr. slíkt mál, sem hefir mætt svo miklum andmælum, með afbrigðum frá þingsköpum dag eftir dag, þegar það líka er upplýst, að beint hefir verið fyrirspurnum til hæstv. atvmrh., sem ekki er viðstaddur til þess að svara þeim. Vegna þess að allshn., sem á um málið að fjalla, hefir ekki fengið tækifæri til þess, og hv. 1. landsk. stendur hér upp og þykist vera frsm. n., en hefir ekkert umboð til þess, þá er það réttmæt krafa, að þessu máli verði frestað. Hæstv. forseti sagði, að það væri nauðsynlegt að afgr. það fyrir páskahelgina. Það má vera, að það sé nauðsynlegt til þess að lögin falli ekki úr gildi — en ég harmaði það ekki, þó að þau féllu úr gildi. En eftir fortíð hæstv. atvmrh. býst ég ekki við, að honum verði flökurt af að fresta þinginu og gefa út bráðabirgðalög, ef með þarf.