23.03.1937
Neðri deild: 25. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 223 í B-deild Alþingistíðinda. (524)

86. mál, alþýðutryggingar

*Gunnar Thoroddsen:

Út af ummælum hv. 1. landsk. vil ég taka það fram, að allshn. hefir ekki tekið þetta mál til umr. á fundi, og það hefir ekkert nál. verið gefið rit um þetta efni. Með tilliti til þessa leyfi ég mér að staðhæfa það, sem ég hefi áður sagt, að það er mjög óvenjuleg afgreiðsla, þegar hv. 1. landsk. stendur hér upp og þykist tala fyrir munn meiri hl. n. Það er svipuð afgreiðsla eins og ef einn og einn þm. væri tekinn tali hingað og þangað og látinn samþ., að eitthvert frv. gengi fram. Afgreiðsla allshn. á þessu máli er mjög óvenjuleg, og hv. 1. landsk. hefir eins og ég hefi þegar tekið fram, ekkert leyfi til þess að tala af hálfu meiri hl. n. eins og hann hefir gert.