06.03.1937
Neðri deild: 15. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 233 í B-deild Alþingistíðinda. (564)

56. mál, útflutningur á kjöti

Flm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti! Ég þarf ekki að hafa langa framsögu fyrir þessu litla frv. Samskonar frv. hefir legið fyrir hv. Alþ. undanfarin ár og alltaf verið samþ. umr.- og ágreiningslaust. Eins og menn vita, hefir útflutningur okkar á kjöti verið takmarkaður á norskum og enskum markaði. Þegar það var gert, litu allir hv. þm. svo á, að nauðsyn bæri til, að sú takmörkun gengi jafnt yfir þá, sem þeirra markaða nytu. Til þess voru l. sett árið 1933. — Þessar ástæður eru óbreyttar enn; það er því óumflýjanlegt að hlutast til um, að þeim, sem kjöt vilja selja, notist þessir markaðir jafnt. Ég legg svo til, að þessu frv. verði vísað til landbn.