15.03.1937
Efri deild: 19. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 243 í B-deild Alþingistíðinda. (596)

60. mál, læknishéruð

*Jón Auðunn Jónsson:

Ég vil aðeins skjóta því til hæstv. atvmrh., hvort honum finnist ekki ástæða til að taka Ísafjörð einnig hér með, því að þar hagar mjög líkt til í þessum efnum og á Akureyri. Læknirinn þar hefir t. d. allstórt sjúkrahús til þess að annast og auk þess töluverðan praksis, sennilega líkt og Akureyrarlæknirinn hefir nú.