18.03.1937
Neðri deild: 21. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 255 í B-deild Alþingistíðinda. (645)

70. mál, löggilding verzlunarstaðar í Örlygshöfn

*Flm. (Bergur Jónsson):

Það hefir ekki verið venja hér á þingi að neita um löggildingu nýrra verzlunarstaða, og er ekki meiri ástæða til þess hér en endranær, nema síður sé. Á þeim stað, sem hér ræðir um, er þegar til sláturhús, og líklegt, að rísi þar upp verzlun, þar sem hægara er fyrir þá, sem nálægt búa, að sækja þangað en á Patreksfjörð eða Hvalsker.

Ég hefi talað hér um Örlygshöfn, enda þótt sláturhúsið standi í Gjögrum. Um stærð verzlunarlóðar má ákveða sem hentast þykir, þótt hún sé ekki tiltekin í frv.