03.04.1937
Efri deild: 31. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 270 í B-deild Alþingistíðinda. (687)

116. mál, jarðræktarlög

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Ég þarf ekki að hafa með þessu frv. langa framsögu. — Hv. d. er víst kunnugt um það, að um þetta mál hefir nú náðst samkomulag á þeim grundvelli, sem fyrir liggur í þessu frv. Í grg. frv. er að nokkru leyti gerð grein fyrir þessu og jafnframt efni hinna einstöku gr. frv. Það er og minnzt á það í grg., að um ýms önnur ákvæði jarðræktarlaganna hefir verið ágreiningur, en það er mælzt til þess hér í frv., og vil ég endurtaka þau ummæli, að ágreiningsatriðin verði látin liggja utan við þetta frv., því það mundi aðeins tefja fyrir málinu og e. t. v. hefta framgang þess. — Ég held, að það sé ekki ástæða til að vísa málinu til n., og ef ekki gefst tilefni til, mun ég ekki ræða þetta mál frekar.