03.04.1937
Efri deild: 31. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 291 í B-deild Alþingistíðinda. (747)

108. mál, bæjanöfn o. fl.

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Þetta frv. er flutt af allshn. að tilmælum hæstv. atvmrh. Það er komið frá hinni svokölluðu „örnefnanefnd“, sem hefir það starf með höndum að skrá örnefni á landinu og gera nákvæma skrá yfir bæjanöfn og nýbýli, sem alltaf eru að risa upp. — Ég tel ekki þörf á að hafa langa framsögu fyrir þessu máli, því það talar í raun og veru fyrir sér sjálft. Legg ég til, að því verði vísað til 2. umr., en n. hygg ég, að hafi ekkert frekar við það að athuga.