04.03.1937
Efri deild: 14. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 397 í B-deild Alþingistíðinda. (942)

47. mál, vitabyggingar

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Eftir lauslegum upplýsingum frá vitamálastjóra er gert ráð fyrir því, að endurbygging Hafnarnesvitans muni kosta eitthvað innan við 10 þús. kr. — Ég vil mæla með því, að þetta frv. gangi til n. og fái athugun þar, en jafnframt vil ég biðja þá hv. n. að athuga, hvort ekki væri ástæða til að bæta öðrum vita á Austfjörðum inn í vitakerfið, Brimnesvitanum við Seyðisfjörð. — Ég vænti, að hv. n. taki þetta til athugunar, því að eftir því, sem ég bezt veit, stendur nærri eins á um þessa tvo vita.