23.11.1937
Efri deild: 33. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 676 í B-deild Alþingistíðinda. (1008)

101. mál, tekjur bæjar- og sveitarfélaga

Brynjólfur Bjarnason:

Ég ætla að gera aths. við það, sem hv. 9. landsk. sagði, að ég hefði fagnað yfir þeirri tekjuöflunarleið ríkissjóðs, sem þetta frv. byggist á. Hv. 9. landsk. hlýtur að vera það kunnugt, að ég er algerlega andvígur þeirri leið, sem farin er í frv. um bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs, sem rætt var hér í gær, en það kemur ekki þessu frv. við í sjálfu sér, því ef ekki væri farin sú leið til tekjuöflunar, sem gert er ráð fyrir í því frv., þá yrði bara farin einhver önnur leið til að afla þessara 700 þús. kr. í jöfnunarsjóð, en þó ég sé andvígur tekjuöflunarleiðinni, get ég verið samþykkur stofnun jöfnunarsjóðs og því hlutverki, sem hann á að leysa.