03.12.1937
Efri deild: 41. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 691 í B-deild Alþingistíðinda. (1027)

101. mál, tekjur bæjar- og sveitarfélaga

*Magnús Jónsson:

Ég skal ekki fara út í karp við hv. 1. þm. N.-M. En ég vil slá föstu því sama sem víð 1. umr. og fá viðurkenning hans fyrir því, að hagur Rvíkur sé nú langbeztur meðal allra bæjarfélaga 5 landinu. Þegar kosningar nálgast, eru framsóknarmenn vanir að segja annað. Þá er það þeirra eina vörn fyrir alla óreiðu og skuldasukk ríkisstj., að hvergi sé þó annað eins sukk og í Rvík og hagur hennar sé margfalt verri en þekkist unnarsstaðar. — Ég ætla bara að geyma þessa viðurkenning hv. þm. í góðu hjarta, þangað til hann og flokksmenn hans byrja gamla sönginn sinn. Ég man svo langt, að þeir sögðu, að útsvörin væru hér langhæst og hvergi eins þjarmað að mönnum á allan hátt af „íhaldinu“. En núna játaði hv. 1. þm. N.- M. við l. umr., að það yrði að ræna Rvík, því að hún væri svo rík. Það var drengileg hreinskilni að játa þetta. Því að tilgangur frv. er einmitt þessi. Það á að taka féð hér, en sjá svo um, að enginn eyrir af því komist hingað aftur. Það var hreinskilnasta aðferðin, að játa eins og hv. þm., að hér væri sá fjöldi af ríkismönnum, að þetta væri alveg réttmætt.

Ég skal ekki fara út í það, hvað menn eru miklu betur stæðir hér en í öðrum bæjum eða hvort einhverjir hafa kannske verið látnir það mikið í friði, að þeir standi ennþá upp úr. En ef litið er á jöfnunarákvæðin í 8. kafla framfærslulaganna, þá nýtur Rvík einskis af þeim jöfnuði. Ég held, að þar sé engin vísitala, sem ekki sé Rvík í óhag. Þegar svo er búið að finna vísitöluna, þá á enn að skerða rétt Rvíkur um 10%. Með þessum tvöfalda múr þykist löggjafinn geta séð um, að Rvík fái ekkert. Svo kemur að því að setja reglur um jöfnunarsjóð bæjar- og sveitarfélaga. Þá sér löggjafinn leik á borði og segir: Þennan 8. kafla framfærslulaganna skulum við einmitt nota við jöfnunina, til þess að láta Rvík ekki fá neitt.

Þá er það annað hlutverk jöfnunarsjóðs að jafna kostnað bæjar- og sveitarfélaga af elli- og örorkutryggingum og kennaralaunum. En þá eru sett bráðabirgðaákvæði til þess að loka fyrir þann straum lík., svo að Rvík fái ekkert heldur til að jafna þennan lið. Við, sem lengi höfum verið á þingi, — og þetta er víst 20. þingið, sem ég sit —, höfum reynslu um það, að ef eitthvað er nógu óvinsælt, þá kalla menn það einungis bráðabirgðalög. Og aldrei veit maður dæmi til þess, að bráðabirgðaákvæði af þessu tægi séu tekin aftur, — a. m. k. ekki siðan „íhaldsstjórnin“ var við völd, hún lækkaði og afnam töluvert af sköttum.

Þetta mál hefir farið framhjá mér síðustu dagana, svo að. ég hefi engar brtt. flutt fyrir þessa umr. og skal því ekki lengja mál mitt.