03.12.1937
Efri deild: 41. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 692 í B-deild Alþingistíðinda. (1028)

101. mál, tekjur bæjar- og sveitarfélaga

Frsm. meiri hl. (Ingvar Pálmason):

Ég hefi hugsað mér að láta bíða að svara hv. 1. þm. Reykv., þangað til hann kemur með brtt. sínar við 3. umr., því að þá vona ég hann endurtaki sig. En ég verð að svara hv. 1. landsk. örfáum orðum. Hann vildi sýna, að staðhæfing mín væri röng, að ef 20. og 22. gr. frv. væru felldar niður, væri Alþingi að lögfesta vanskilin hjá sveitar- og bæjarfélögum. hetta er ekki eins vitlaust og þm. heldur. Hann sótti sér dæmi í refsilögin. Jú, mér skilst það vera opið mál, að þar yrði alveg sama tilfellið. Segjum, að hv. 1. landsk. vildi refsa mér og hv. 1. þm. Reykv. fyrir að taka í nefið (Rödd af þingbekkjum: Dósin verri en skammbyssa. Br B: Refsa með líflátsdómi!). Deildin mundi fella þetta. Er þá ekki Alþingi búið að lögfesta, að við megum taka í nefið?