23.11.1937
Neðri deild: 33. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 730 í B-deild Alþingistíðinda. (1107)

56. mál, vátryggingarfélög fyrir vélbáta

Sigurður E. Hlíðar:

Herra forseti! Hér liggja fyrir nokkuð margar brtt., og er búið að reifa þær. Ég skal ekki þreyta hv. d. með langri ræðu, en þar sem veitzt hefir verið að till., sem ég er meðflm. að, verð ég að segja nokkur orð.

Form. sjútvn., hv. þm. Ísaf., lagði þann dóm á brtt. hv. þm. Borgf., að þær mundu raska gildi l., og réð d. frá því að samþ. þær. Sami hv. þm. lét þann dóm falla um brtt. 149,II, að sú till., væri slæm, en þó ekki eins slæm og hin. Þessum ummælum verð ég að mótmæla. Það er einkennilegt, þegar sami hv. þm. rökstyður gildi l. með því, hvernig þessum vátryggingarfél. hafi farnazt, sérstaklega fél. í Vestmannaeyjum, sem er búið að starfa í 75 ár og hefir safnað í sjóð á 4. hundrað þús. kr. Það hefir líka getað fært niður iðgjöldin. Þetta eru sterk rök, og hv. þm. viðurkennir það. En þegar við viljum lofa fél. að halda áfram, þá vendir hv. þm. sínu kvæði í kross. Mín till. er byggð á því, að heimila þessum 2 fél., sem hefir farnazt svo vel, að halda áfram starfsemi sinni, og mér þykir hart, þegar sú sanngirniskrafa er dæmd óalandi og óferjandi. Till. er mjög meinla. s, og allir hv. þm. hljóta að sjá, að hún getur ekki raskað framkvæmd l. eða fjarlægt það takmark, sem verið er að keppa að, að koma á skyldutryggingu í landinu. Hún mun miklu fremur skapa frið og ánægju landsmanna með þessi l.

Um aðrar brtt. þarf ég litið að tala. Hv. þm. N.-Þ. hefir skýrt brtt. okkar á þskj. 158, en hún er eiginlega hara orðabreyt.

Þá er brtt. á þskj. 164. Hv. þm. Ísaf. og hv. 6. þm. Reykv. stóð að till. hér á dögunum um að hækka upp í 25 þús. kr. hámarksupphæðina, sem félögin mega hafa í eigin ábyrgð á einu skipi. Sú till. var felld með 15:3 atkv. Nú hafa hv. þm. viljað fara miðlunarleið og leggja til í brtt. 164, að upphæðin sé hækkuð úr 15000 í 20000 kr. Ég sé nú ekki, að mikill munur sé þar á, og vil halda fast við 15 þús. kr.