21.10.1937
Efri deild: 7. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 291 í B-deild Alþingistíðinda. (111)

2. mál, atvinna við siglingar

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég viðurkenni, að það er rétt hjá hv. þm., að það er mikið böl, ef ekki er völ á nægilega mörgum vel menntuðum mönnum til að vinna ýms störf hér með okkar þjóð. Ég er hv. þm. einnig sammála um það, að ekki eigi að gera það óeðlilega torvelt að afla sér slíkrar menntunar, en það er líka óheppilegt, að unglingar gangi inn í sérstakt iðnnám, sem tekur eitt eða fleiri ár, þegar ekki er útlit fyrir, að þeir geti fengið neitt starf að því loknu. Það er í þessu sem öðru, að erfitt er að finna hinn gullna meðalveg. Sveinar og meistarar í hinum ýmsu iðngreinum hafa ýmislegt um þetta að segja, en kvartanir hafa engar komið frá þeim til ráðuneytisins þessu viðvíkjandi.