21.12.1937
Neðri deild: 57. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 767 í B-deild Alþingistíðinda. (1176)

52. mál, lax- og silungsveiði

*Pétur Ottesen:

Þegar frv. er eins varhugavert og hv. 1. þm. Skagf. hefir bent á, þá finnst mér ekki nokkur ástæða til að samþ. slíkt frv. nú, ef á svo að breyta því á næsta þingi, eftir 2 mánuði, því að ég sé ekki hvaða framkvæmd er á laxalögunum á 2 mánuðum í skammdeginu. Tel ég þess vegna miklu heppilegra, ef þessi ákvæði frá Ed. eru svona varasöm eins og hv. þm. hefir bent á, að lofa þessu frv. að hvíla sig þangað til á næsta þingi, en eyða þessum fáu mínútum, sem eftir eru af þessu þingi, ekki til þess að samþ. mál, sem fyrirsjáanlega verður breytt á næsta þingi.