08.12.1937
Efri deild: 44. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 806 í B-deild Alþingistíðinda. (1195)

106. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson) :

Frá n. og nefndarhlutum hafa komið fram allmargar brtt., og vil ég stuttlega gera grein fyrir áliti mínu á þeim.

1. minni hl. hefir lagt til, að frv. verði samþ. óbreytt. 2. minni hl. gerir till. um ýmsar breyt. á. þskj. 256, og hefir hv. þm. Vestm. gert grein fyrir þeim brtt. í ræðu sinni. Hann leggur til, að felldar séu niður 1. og 2. gr. l., sem gerir ráð fyrir því, að sérstakt leyfi stj. þurfi til að reisa nýjar síldarverksmiðjur og að ríkið skuli hafa forkaupsrétt að þeim verksmiðjum, er seldar kunna að verða. Ég tel ekki rétt að hafa þetta svo óbundið. Ég tel rétt að hafa nokkrar skorður við því, að of margar síldarverksmiðjur verði reistar. Ef þær væru fleiri en það, að íslenzk skip gætu fullnægt þeim, myndi það valda því, að þær yrðu reknar með skemmri vinnslutíma, sem aftur myndi leiða af sér, að verðið myndi lækka. Og þar sem ríkið hefir svo mikið af þessum iðnaði í sínum höndum sem raun ber vitni, er ekki nema sjálfsagt, að ríkið hafi forkaupsrétt að þeim verksmiðjum, sem selja á.

Brtt. við 4. gr. er smávægileg, og er ég í sjálfu sér ekki á móti henni, en hinsvegar verð ég að leggjast á móti þeirri skipun á stj., sem frv. gerir ráð fyrir.

Þá er 4. brtt. á þskj. 256, að upphæðin, 75 þús. kr., sé hækkuð upp í 4% af stofnkostnaði verksmiðjanna, sem hv. þm. Vestm. telur að myndi svara til 150 þús. kr. Ég held, að bókfærður stofnkostnaður verksmiðjanna sé ekki svo mikill, að 4% af honum myndi ná þeirri upphæð. En jafnvel þó að svo væri, tel ég þessa upphæð of lága. Gerum ráð fyrir, að sjóðatekjur verksmiðjanna í meðalári, tekjur fyrningasjóðs, varasjóðs o. s. frv., nemi um 200 þús. kr. Fyndist mér rétt að hafa upphæðina þá a. m. k. það, sem þessu næmi. Þó finnst mér í rauninni rétt að miða við, að verksmiðjurnar megi ekki gera aðrar endurbætur en að gera við það, sem fyrir er, vélar og slíkt, til þess að allt nýtist sem bezt, en hinsvegar skuli Alþingi verða að samþ. allar nýjar viðbætur, sem gerðar eru til að auka afköstin.

Það segir sig sjálft, að ef þingið situr fram í maí eða kannske lengur, þá er enginn tími til að koma við endurbótum á verksmiðjunum fyrir næstu vertíð, og væri mjög bagalegt, ef svo væri um hnútana búið, að það yrði að bíða eftir því.

Verksmiðjurnar á Sólbakka og Raufarhöfn eru mjög gamlar, og dr. Pauls verksmiðjan á Siglufirði er einnig gömul. Allar þessar verksmiðjur hljóta að þurfa mikils viðhalds og endurnýjunar við. Eg vil spyrja hv. aðstandendur þessa frv.: Ætlast þeir til þess, að ef pressa verður ónýt í verksmiðju, þá þurfi að leita heimildar þingsins til að kaupa nýja pressu í stað þeirrar, sem orðin er ónýt? Það væri meiningarleysa. Ef það sýndi sig seinnipart sumars, að pressa væri ónýt, þá væri með þessu fyrirkomulagi ókleift að fá nýja pressu fyrr en næsta sumar, þar sem þm. kæmu ekki saman fyrr en í febrúar.

Það þýðir ekki að loka augunum fyrir því, að eins og verksmiðjurnar eru byggðar og með þeim aldri, sem þær hafa, er óhjákvæmilegt að hafa nokkuð rúmar hendur í þessum efnum, bara til þess að tryggja það, að rekstur þeirra geti borgað sig sem bezt og þær skili sem beztum árangri. Ég held því, að verði einhver takmörk sett, þá ættu þau að miðast við það eitt, að ekki mætti ráðast í frekari aðgerðir en þær sem væru miðaðar við þann rekstur, sem fyrir er og hnigu að því að tryggja sem bezt notkun þeirra, án viðbótarkröfuaukningar, en binda þetta ekki við einhverja ákveðna upphæð, eða þá a. m. k. rýmri en í frv.

Ég gerði grein fyrir því við 1. umr. þessa máls, hversu miklar endurbætur hefir þurft að gera á síðasta og yfirstandandi ári á verksmiðjunum, og eins og hv. þdm. muna, er það mjög há upphæð, sem þar er um að ræða. En þess er að geta, að vegna erfiðrar afkomu árið 1935 og vegna þess, hvað síldarverðið hefir verið lágt undanfarið, hefir það verið dregið meira en æskilegt væri að gera nauðsynlegar endurbætur á verksmiðjunum. En þegar rýmkaðist um 1936, var tækifærið notað til að gera þessar endurbætur, sem dregizt hafði að gera allmörg undanfarin ár. Þó er nauðsynlegt að gera enn stórar umbætur, t. d. setja á Siglufirði löndunartæki við verksmiðjurnar, eigi þær að vera sambærilegar við nýtízku síldarverksmiðjur. Og þetta eitt myndi kosta meira fé en gert er ráð fyrir í frv., að megi verja til endurbóta á öllum verksmiðjunum á einu ári.

Þá leggur hv. þm. Vestm. til, að 9. gr. orðist eins og í brtt. segir. Ég hefi ekki borið þetta saman við eldri 1., en mig minnir, að það sé það sama og í gildandi l. (JJós: Það er ætlazt til þess). Ég hefði heldur kosið að hafa orðalagið á þskj. 267, en efnislega get ég á þessa brtt. fallizt. Og ég get lýst ánægju minni yfir því, að hv. þm. Vestm., og þá sennilega hans flokkur. skuli játa, að óhjákvæmilegt sé, að sú heimild, sem er í l. til að kaupa síld, verði ekki niður felld. Ég er viss um, að ef sú heimild verður felld niður, verður um leið aðstaða síldarverksmiðjanna miklu verri en nú.

Þá leggur hv. þm. til, að sú upphæð, sem verksmiðjunum er gert að greiða samkv. frv. til bæjar- og sveitarsjóða, sé lækkuð úr 1% niður í ½% af brúttóandvirði seldra afurða. Ég skal játa að þetta er spor í áttina. Ég álít, að þetta gjald sé óeðlilegt og óheppilegt. Ég held, að ef um það er að ræða að leggja útsvar á síldarverksmiðjur ríkisins, sem ekki þýðir annað en það, að leggja útsvar á þá, sem við þær skipta, þá væri réttara og eðlilegra, að um það væru settar reglur, sem giltu fyrir allar síldarverksmiðjur á landinu, hvort sem þær eru eign ríkisins, einstaklinga eða félaga. Með því að verksmiðjurnar eru á ýmsum stöðum, er mjög hætt við því, að álagningin yrði afarmisjöfn og af handahófi. Sumir hreppar, sem hafa lítil útgjöld, eru svo heppnir að hafa eina eða tvær verksmiðjur. og fyrir þá er þetta fundið fé. Ég held því, að ef sú leið yrði farin, að leggja á þetta útsvar, væri óhjákvæmilegt að gera ráðstöfun til að tryggja það, að þetta gjald yrði í samræmi við það, sem lagt er á síldarverksmiðjur annarsstaðar, sem eru í einkaeign. Væri þá eðlilegast, að öll útsvör þessara fyrirtækja rynnu í einn sjóð, og svo væri sett ákveðin reglugerð um það, hvernig þessu fé skyldi skipt á milli bæjar- og sveitarfélaganna. En þessi leið, sem hér er bent á, finnst mér ekki tiltækileg.

Í öllum aðalatriðum get ég verið sammála till. hv. 3. minni hl. sjútvn. á þskj. 267. Fyrsta till. er sú, að skipun síldarverksmiðjustj. sé með sama hætti og verið hefir nú í 1½ ár. Ég álit öruggara, að stj. sé fámenn og samstæð, og það ætla ég, að sé bezt tryggt með því, að ráðh. skipi alla stj. Ef þingflokkarnir hinsvegar kjósa stj., t. d. 5 menn, er enginn vafi á því, að það verða fyrst og fremst hin pólitísku viðhorf flokkanna, sem ráða valinu. Ef ráðh. skipar stj. alla, hlýtur hann að reyna að sjá til þess, að í þetta starf veljist þeir einir, sem eru til þess hæfir og geta starfað saman, en fyrir því er engin trygging með kosningu Alþingi.

Verði horfið að því ráði að gera breyt. frá því, sem nú er, á skipun verksmiðjustj., teldi ég eðlilegast, að þingið kysi ekki nema nokkurn hluta stj. og útgerðarmenn og sjómenn ættu sinn manninn hvorir í stj., þannig að Alþýðusambandið útnefndi mann fyrir sjómennina og útgerðarmenn kysu svo mann eftir ákveðnum reglum og hinir væru þingkosnir.

Eg álít, að það skipti miklu máli. að stj. slíkra fyrirtækja og hér um ræðir sé þannig skipuð, að traust samvinna sé milli þeirra, sem þar eiga sæti. Og ég tel, að þetta verði bezt tryggt með því, að ráðh. skipi stjórnendurna. En fyrir þessu getur engin trygging verið fengin, ef þingflokkarnir velja mennina, hver um sig.

Þá leggur 3. minni hl. til, að 6. og 7. gr. verði felldar niður. Ég get fyrir mitt leyti á þetta fallizt. Ég álít, að engin ástæða sé til þess að setja takmörk fyrir viðauka og endurbótum á verksmiðjunum. Ég hygg, að engin verksmiðjustj. myndi ráðast í stórvægilegar endurbætur á verksmiðjunum án þess að leita umsagnar Alþingis. Ég tel því þetta ákvæði með öllu óþarft, en gæti sætt mig við breyt. í þá átt, sem ég hefi áður talað um, til þess að ganga til móts við þá, sem að frv. standa.

Hinsvegar tel ég, að því fylgi áhætta að fella niður ábyrgð ríkissjóðs fyrir verksmiðjunum, ekki sízt eftir þá yfirlýsingu, sem hæstv. fjmrh. gaf við 1. umr. þessa máis, sem var þess efnis, að hann liti svo á, að ríkisverksmiðjurnar, með öllu, sem þeim tilheyrir, stæðu vel fyrir þeim stofnlánum, sem á þeim hvíla og ríkissjóður er nú sjálfur í ábyrgð fyrir, m. ö. o., að allar eignir verksmiðjanna verði veðbundnar fyrir þeim skuldum, sem á þeim hvíla. Þar er því ekki um neinar nýjar skuldbindingar að ræða, nema með því móti að leysa út veðin, sem standa fyrir stofnskuldunum, og það er öllum viðskiptamönnum um megn. Ég verð að segja það, að ég óttast, að ef þetta áhygðarákvæði væri fellt niður, án þess samtímis að gera ráðstafanir til þess að tryggja rekstur verksmiðjanna, gæti það torveldað möguleikana fyrir verksmiðjurnar á því að útvega sér rekstrarfé og gera aðrar ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru. Ég er því hlynntur þeirri brtt., sem 3. minni hl. ber fram um það, að þessi gr. falli niður. Sömuleiðis get ég fallizt á þau ákvæði, að báðar d. Alþingis samþ. söluna, ef verksmiðja er seld samvinnufélagi síldveiðimanna.

Þá er það brtt. við 9. gr. Felli ég mig betur við orðalagið á þeirri brtt. en till. hv. þm. Vestm., og mun ég því heldur greiða henni atkv. en þeirri síðarnefndu.

Í 6. brtt., við 3. tölul. 11. gr., er gert ráð fyrir, að fyrningargjaldið af vélum og áhöldum sé 3% í stað á 5%, eins og ákveðið er í frv. Ég hefi ekki athugað, hversu miklu þetta munar eða hvort það er eðlilegur mismunur. En ég mun athuga það fyrir 3. umr., ef hv. þm. vildi taka þessa brtt. aftur til 3. umr., svo að þetta lægi fyrir.

Þá er það brtt. við 12. gr., að í stað 30. sept. komi 15. sept. Ég hygg, að það sé til bóta, ef sú brtt. verð samþ. Það er oft svo, sérstaklega ef litil er síldveiði, að það er hægt að selja til útlanda alla framleiðslu verksmiðjanna af síldarmjöli í septembermánuði. Ef á að halda svo og svo miklu eftir fyrir innlenda markaðinn til loka september, getur það verið til baga fyrir verksmiðjurnar. Hinsvegar held ég, að bændum ætti að nægja, að hafa frest til 15. sept. Þá er séð, hvernig heyskapur sumarsins verður, og eftir því fer fyrst og fremst, hversu mikinn fóðurbæti þarf í landinu. Ætla ég að þessi brtt. 3. minni hl. sé til bóta fyrir verksmiðjurnar og bagalaus fyrir bændur; a. m. k. fæ ég ekki betur séð. Ég held, að pantanir eigi að vera komnar fyrir ágústmánaðarlok, og þá er enn ½ mánuður til stefnu.

Ég get einnig fallizt á. að það er í alla staði eðlilegra að miða verðið á mjölinu við markaðsverð heldur en baði kostnaðarverð og markaðsverð. Gat ég þess við 1. umr., að ég teldi ástæðu til að breyta þessu. Mér virðist, að með því orðalagi, sem er í frv., séu að nokkru leyti teknir upp þeir sömu ágallar og áður voru á l. um þessi mál. Í frv. segir svo: .,Hámarksverð á síldarmjöli til samvinnufélaga, bæjarfélaga, hreppsfélaga og búnaðarfélaga ákveður ríkisstj. ár hvert, að fengnum till. verksmiðjustj. og með hliðsjón af kostnaðarverði og markaðsverði, enda hafi félögin pantað fyrir 30. sept. það af síldarmjöli, sem þau telja sig þurfa og síldarbræðslurnar geta látið af höndum“.

Nú er það vitað, að í sept. er ekki séð að fullu, hvert verður kostnaðarverð á síldarmjölinu. Þá getur verið óselt svo og svo mikið af lýsi, en undir því er kostnaðarverð mjölsins komið, þegar síldin er keypt föstu verði. Og þegar miðað er við þetta tvennt, hvað á þá að ráða meira? Ég álit, að það eina eðlilega sé að miða við markaðsverð á mjölinu, ekki þó á hverjum tíma, því það væri óeðlilegt, að menn þyrftu að borga mjölið misjöfnu verði, kannske vegna verðbreytinga á erlendum markaði, heldur er ætlazt til, að það væri samið í eitt skipti og í einu lagi fyrir það mesta magn, sem seldist innanlands, en miðað við það meðalverð, sem fengist á útlendum markaði. Það mun í flestum tilfellum vera hægt að sjá um þetta leyti, hvað fyrir mjölið mundi fást, og með hliðsjón af því, hvað verðið yrði innanlands.

Kostnaðarverðið er í fæstum tilfellum hægt að vita með vissu, og þó að menn hefðu einhverja hugmynd um það, yrði erfitt að segja, hvaða milliveg ætti að fara milli kostnaðarverðs og markaðsverðs.

Ég held, að það séu ekki fleiri brtt., sem ég þarf að tala um. Ég er sammála 3. minni hl. um það, að rétt sé að fella niður útsvarsgreiðsluna með öllu, a. m. k. meðan ekki er önnur skipun gerð á útsvörum slíkra fyrirtækja og hér um ræðir.