08.12.1937
Efri deild: 44. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 816 í B-deild Alþingistíðinda. (1201)

106. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég ætla ekki að lengja umr. að sinni, en vil fara þess á leit við 2. og 3. minni hl. hv. sjútvn., að þeir taki aftur til 3. umr. nokkrar af sinum brtt. Hv. þm. Vestm. vildi ég biðja að taka aftur 4. brtt. sina, um takmörkun á heimild verksmiðjustj. til að gera umbætur og viðbætur við verksmiðjurnar, og 6. brtt., um niðurfærslu á skattgjaldi verksmiðjanna til bæjar- eða sveitarsjóða. Einnig tel ég rétt, að hann taki aftur sömuleiðis til 3. umr. 3. brtt. sína, við 4. gr. frv., án þess .ég leggi á það mikla áherzlu, því hún skiptir ekki miklu máli. En hinar tvær till., 4. og 6., vildi ég mælast til að hann tæki aftur til 3. umr. Á sama hátt vildi ég mælast til þess við hv. 3. minni hl. n., að hann léti bíða til 3. umr. 2. og 3. brtt. sína á þskj. 267, við 6. og 7. gr., og ennfremur 6. brtt. á sama þskj.

Í sambandi við það, sem sagt hefir verið, að 5% væri of lág afskrift af vélum verksmiðjanna, vil ég benda á það, að auk þess fer fram afskrift á verksmiðjunum á annan hátt, þar sem er afborgun af þeim skuldum, er á þeim hvíla. Þá vil ég ennfremur mælast til þess við hv. 3. landsk. þm., að hann taki aftur 8. brtt. sína til 3. umr., ef hv. þm. Vestm. verður einnig við mínum tilmælum.