21.12.1937
Neðri deild: 56. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 901 í B-deild Alþingistíðinda. (1248)

106. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Frsm. meiri hl. (Bergur Jónsson) :

Ég tók það eitt fram, að öllum væri bezt, að það fengist tryggt, að verksmiðjurnar gætu sjálfar staðið undir þeim umbótum, sem gera þarf á þeim. Tryggingin hefir engin verið fyrir því, þó að það hafi tekizt, og þó að ég sé ekki að bera það á núv. form. stjórnarinnar, hv. þm. Ísaf. að hann hafi staðið illa í stöðu sinni. En ég hygg rétt fyrir hann að sækjast ekki eftir að liggja undir þeim árásum, sem hann hlýtur að verða fyrir, ef hann vill halda einræði sínu yfir verksmiðjunum.