30.11.1937
Efri deild: 39. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 931 í B-deild Alþingistíðinda. (1286)

27. mál, síldarverksmiðja á Raufarhöfn o. fl.

Forseti (EÁrna) :

Ég sé mér ekki fært að taka málið á dagskrá næsta fundar, því að dagskráin er þegar fullskipuð, og eru það svo stór mál, að varla er von þess, að þetta mál komist að. Hinsvegar hefir verið lýst yfir því, að von sé á afgreiðslu málsins frá n. fljótlega, og mun það þá þegar verða tekið á dagskrá. Sé ég mér ekki annað fært en að bíða eftir málinu enn um stund a. m. k., en komi það ekki, mun ég auðvitað taka það á dagskrá bráðlega.