13.12.1937
Efri deild: 48. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 939 í B-deild Alþingistíðinda. (1294)

27. mál, síldarverksmiðja á Raufarhöfn o. fl.

*Frsm. 1. minni hl. (Jóhann Jósefsson) Þetta mál, sem hv. þm. Hafnf. flutti ásamt mér snemma á þessu þingi, hefir nú verið til athugunar í sjútvn. þessarar d., og þess utan boðaði hæstv. atvmrh. nm. á sameiginlegan fund beggja sjútvn. til þess að ræða um þetta sérstaka mál ásamt öðrum þeim till., sem fram höfðu komið bæði á Alþingi í frv.formi og till. frá stj. síldarverksmiðja ríkisins, sem einnig höfðu samþ. álitsskjal um það hvað hægt væri að ráðast í. Ég skal þó taka fram, að á þeim fundi voru ekki rædd ýtarlega sum frv., sem fram höfðu komið t. d. um síldarverksmiðju á Sauðárkróki og Húsavík o. s. frv., heldur aðeins skýrt frá, hvað fram hefði komið í þessu efni, og ennfremur hvaða beiðnir hefðu komið frá einstökum mönnum um að fá að reisa síldarverksmiðjur víðsvegar. Hæstv. ráðh. fórust þannig orð, að hann mæltist til, að nm. létu uppi álit sitt um, hvað þeim þætti tiltækilegast á þessu sviði, eftir að hafa heyrt alla málavöxtu, og létu svo stj. eða honum það álit í té. Síðan hefir enginn sameiginlegur fundur verið haldinn um þessi mál, en hinsvegar hefir hæstv. ráðh. rætt við sjútvn. þessarar d. um þá brtt., sem liggur fyrir á þskj. 334. við höfum þess vegna ekki átt kost á að láta uppi n sameiginlegum fundi sjútvn. neitt sameiginlegt álit um síldarverksmiðjubyggingar í heild.

Ég vil taka fram fyrir mína hönd, að þótt ég og sumir mínir flokksmenn hafi verið með að leggja til við þingið að reisa verksmiðjur fyrir ríkisins reikning á ýmsum stöðum, og líka á Raufarhöfn, þá er það ekki af því, að við teljum heppilegast, að ríkið reki þessar verksmiðjur, heldur af þeim ástæðum, að þegar svo ber við, að nauðsynlegt sýnist vegna þeirra, sem síldveiði stunda, að verksmiðjurnar séu reistar á heppilegum stöðum, að þegar ekki er vitað, að neinn einstaklingur eða félag hafi í hyggju eða óski eftir að reisa verksmiðjur á slíkum stöðum, þá tel ég fyrir mitt leyti, og ég hygg, að fletir minna flokksmanna séu mér sammála í því efni, að þá sé rétt, ef ekki er annars kostur til að greiða fyrir útveginum og þeim, sem hann stunda, að ríkið taki að sér þær framkvæmdir, sem nauðsyn er á. Ég vil taka þetta fram vegna þess, að það brennur stundum við, að það er lagt þannig út, sérstaklega af andstöðuflokkum okkar, stjfl., að við séum með þessu sérstaklega að reka erindi ríkisrekstrarins, en svo er ekki. Við erum aðeins að stuðla að því, að unnin séu þau verk, sem nauðsynleg eru til þess að síldarútvegurinn geti þrifizt. Við erum sömuleiðis þeirrar skoðunar á þessum málum, a. m. k. er það svo með mig og þá flokksmenn mína, sem ég hefi talað við, að ekki sé heppilegt, að ríkið leggi of miklar hömlur á, að einstaklingar reisi verksmiðjur, ef þeir geta það án aðstoðar ríkisins, því að við það, að fleiri verksmiðjur eru reistar eykst áhuginn fyrir að veiða síld, og má þannig vænta þess, að útflutningsmagn og útflutningsverðmæti fyrir landið í heild geti aukizt. Svo er á það að líta, að þegar menn vitna í, hvað skipaflotinn sé mikill og vilja miða allar framkvæmdir við það, að með þeirri breyt., sem ætlazt er til, að verði við síldarverksmiðjur ríkisins, þar sem eiga að koma hraðvirk löndunartæki við þessar verksmiðjur, þá er það sama sem aukning á afköstum flotans og þýðir í framkvæmdinni það sama og að flotinn stækki, því að eftir því sem hraðvirkari verður afgreiðsla skipanna hjá síldarverksmiðjum ríkisins, þeim mun fleiri veiðidaga geta skipin fengið, og er því að nokkru leyti það sama og aukning skipastólsins.

Í viðræðum um þetta mál, sem hér liggur fyrir, við stj. síldarverksmiðja ríkisins og hæstv. ráðh., hefir komið fram, að það þykir fulllangt farið að samþ. frv. það, sem hér liggur fyrir um síldarverksmiðju á Raufarhöfn, óbreytt. Við höfum athugað málið og fallizt á þá skoðun, sem kemur fram í brtt. á þskj. 334. Þar er gert ráð fyrir, að stj. sé heimilt að reisa nýja verksmiðju á Raufarhöfn, sem geti tekið til starfa 1938 eða 1939 og geti unnið úr 2400 málum á sólarhring.

Það hefir bólað allmikið á því, þegar menn hafa farið að ræða aðstöðuna til að hafa stóra verksmiðju á Raufarhöfn, að ekki hefir verið talið af þeim kunnugustu mönnum; svo sem vitamálaskrifstofunni o. s. frv., að fullkomlega væri tryggt, að hægt væri að starfrækja stóra verksmiðju án þess að höfnin væri bætt til muna. Með tilliti til þess þykir hyggilegast að haga framkvæmdum eins og lagt er til í brtt.

Þá heftir n. einnig fallizt á að heimila stj., auk þessarar nýbyggingar á Raufarhöfn, að stækka síldarverksmiðjurnar á Siglufirði á þinn veg, að afköst þeirra aukist um 2400 mál síldar á sólarhring. Sumum mönnum kann að þykja álitamál, hvort rétt sé frá öllum sjónarmiðum að auka síldarvinnsluna á Siglufirði. En á það ber að líta í þessu sambandi, að eftir þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, kostar aukningin á Siglufirði að sama marki og gert er ráð fyrir að nýja verksmiðjan mundi afkasta á Raufarhöfn, aðeins um helming þeirrar upphæðar, sem ný verksmiðja á Raufarhöfn mundi kosta. Siglufirði er nægur húsakostur fyrir hendi, svo að það, sem þyrfti við að bæta, eru aðallega vinnsluvélar. N. er sammála um að leggja þetta til, að fengnum þeim upplýsingum, sem ég hefi lýst.

Ég held, að ég þurfi svo ekki að taka fleira fram um þetta mál. Mér hefir skilizt á þeim viðræðum, sem fram hafa farið, að þótt ákvörðun um þessa till. hafi eingöngu verið tekin af sjútvn. þessarar d., þá megi gera ráð fyrir, eftir því viðtali, sem við höfum átt við menn úr sjútvn. Nd., að þessi till. muni einnig fá fylgi í þeirri n. og geti þannig orðið sú lausn á málinu á þessu þingi, sem fyrir liggur í þessari brtt.

Að síðustu vil ég aðeins taka það fram, að við flm. málsins, og ég geri ráð fyrir einnig hv. samnm. mínir í sjútvn., leggjum fyllstu áherzlu á, að hæstv. stj. geri allt, sem unnt er í þessu máli, þannig að heimildin verði notuð, svo framarlega sem þess er kostur, þegar á árinu 1938, svo að sú aukning, sem hér er um rætt, nýbygging verksmiðju á Raufarhöfn, komi síldarflotanum að gagni, ef þess er nokkur kostur, þegar á næsta ári. Hinsvegar vitum við það, að þær ástæður geta legið fyrir hendi, að ekki verði unnt að koma þessu í kring svo snemma sem við vildum óska. En samt sem áður eru allar líkur til, að það mætti takast, ef hæstv. stj. vinnur vel að þessum málum, að þessi aukning gæti komið þegar á árinu 1938. — Fleira þarf ég ekki að taka fram fyrir hönd sjútvn.