21.12.1937
Neðri deild: 56. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 946 í B-deild Alþingistíðinda. (1307)

27. mál, síldarverksmiðja á Raufarhöfn o. fl.

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Hv. þm. N.-Þ. beindi því til stj., að hún hraðaði sem mest framkvæmd á notkun þeirrar heimildar, sem um ræðir í frv. þessu, ef að l. verður. Ég skal taka þessi tilmæli hv. þm. til greina og reyna að flýta framkvæmdum eins og unnt er. En ég vil benda á það, að m. a. vegna þeirra breyt., sem þetta þing gerir á stjórn síldarverksmiðja ríkisins, eru líkindi til að málið teljist nokkuð. Ennfremur verður að rannsaka, hvort þær hafnarbætur, sem gerðar hafa verið á Raufarhöfn, eru fullnægjandi. — Ég get ekki mælt með brtt. hv. þm. um byggingu nýrrar síldarverksmiðju á Þórshöfn, og mun greiða atkv. gegn henni.