22.12.1937
Efri deild: 56. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 950 í B-deild Alþingistíðinda. (1317)

27. mál, síldarverksmiðja á Raufarhöfn o. fl.

Frsm. 2. minni hl. (Sigurjón Á. Ólafsson) :

Þetta frv.. hefir tekið breyt. í hv. Nd. Breyt. eru við 2. gr. þess, þar sem á eftir orðunum „einni og hálfri millj. kr.“ kemur: eða jafngildi í erlendri mynt, og við 3. gr., þar kemur í staðinn fyrir orðin „nr. 14 9. jan. 1935“: um síldarverksmiðjur ríkisins. Auk þess hafði gleymzt að geta um gildistöku l., og hefir því í Nd. verið sett inn ný gr., um að l. öðlist þegar gildi. Breyt. eru þess eðlis, að varla getur orðið neinn ágreiningur um þær, og er n. þeim samþykk.