02.12.1937
Efri deild: 40. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1002 í B-deild Alþingistíðinda. (1346)

98. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég vildi láta það koma fram, að ef umr. yrði frestað nú, en það er í raun og veru ekki nema sanngjarnt að gera, yrði málið ekki tafið síðar. því að afgreiðsla fjárl. er komin undir afgreiðslu þessa máls, en mjög orðið áliðið þingtímans. Ég vil því beina því til hv. andstæðinga, að þeir tefji málið ekki síðar.