02.12.1937
Efri deild: 40. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1003 í B-deild Alþingistíðinda. (1348)

98. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

Páll Zóphóníasson:

Er því að fresta á umr., vil ég vekja athygli á einu atriði í 2. gr. frv., þar sem ræðir um þann skattauka, sem lagður kann að verða á 6000 kr. skattskyldar tekjur eða þar yfir, að hann á að skiptast að hálfu á milli ríkissjóðs og viðkomandi bæjar- eða sveitarfélags. Nú er hér á ferðinni annað frv. um að auka tekjustofna bæjar- og sveitarfél., og eiga þau þar að fá 700 þús. kr. Þess vegna finnst mér það vera til athugunar, hvort skattur sá, sem um ræðir hér, eigi ekki að renna óskiptur í ríkissjóð. Það vil ég biðja hv. n. að athuga vel.