14.12.1937
Neðri deild: 49. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1034 í B-deild Alþingistíðinda. (1383)

98. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Þetta mál er kunnugt orðið hv. þm. í þessari hv. d., vegna þess að það snertir mjög önnur mál, sem hér hafa verið á ferð. Í frv. þessu er gert ráð fyrir tekjuauka til ríkissjóðs til þess að standast ýmsar greiðslur, sem gert er ráð fyrir í öðrum frv. og þáltill., og til þess að jafna mismun þann, sem var á fjárl., þegar þau voru lögð fyrir þingið.

Af tekjum þeim, sem frv. gerir ráð fyrir nýjum, á nokkur hl. að renna til þess að vega á móti útflutningsgjaldinu af sjávarafurðum, sem ýmist er fellt niður eða lagt til fiskiveiðasjóðs samkv. sérstökum l. En nokkur hl. af þessum tekjum á að ganga til jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga. Það, sem þá er eftir, á að renna til ríkissjóðs. Það, sem þá gengur til ríkissjóðs af þessum tekjum, mun vera kringum 1400000 kr. og á að vega upp á móti halla þeim á fjárl. sem var á þeim, þegar þau voru lögð fram, og ennfremur til að mæta ýmsum greiðslum ríkissjóðs, sem Alþ. hefir samþ. síðan, svo sem t. d. til ráðstafana vegna fjárpestarinnar o. fl.

Vil ég svo mælast til, að frv. verði að lokinn þessari umr. vísað til 2. umr. og fjhn.