22.12.1937
Efri deild: 56. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1049 í B-deild Alþingistíðinda. (1409)

98. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

Jón Baldvinsson:

Þó ég sé ekki ánægður með þá skiptingu, sem er í frv. á benzínskattinum, og ég veit, að margir fleiri eru óánægðir með hana og þar á meðal hæstv. forsrh., en við ætluðumst til, að tillit væri tekið til óska okkar í hv. Nd., en það hefir því miður ekki orðið, og þar sem Vestmannaeyingar fá stóran skammt af benzínvegafénu nú, og með því að ég vil láta sitja við það, sem komið er, en hygg á hefndir síðar, þá segi ég nei.