15.12.1937
Neðri deild: 50. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1117 í B-deild Alþingistíðinda. (1444)

124. mál, alþýðutryggingar

*Bergur Jónsson:

Auk þess sem ég er meðflm. að brtt., sem allshn. flytur hér öll í einu lagi og meiri hl. bennar, ber ég hér fram brtt. ásamt hv. þm. Mýr. um breyt. á 32. gr. Þessi brtt. fer fram á það, að starfsmenn Landsbankans fái undanþágu frá því að greiða iðgjöld til lífeyrissjóðs Íslands, vegna þess að þeir eru með sérstökum l. frá 1923 skyldir til að koma sér upp tryggingarsjóði fyrir alla starfsmenn bankans. Það er rétt, sem fram hefir komið í umr. innan n., að það eru vítanlega fleiri, sem líkt stendur á um, eins og t. d. starfsmenn Útvegsbanka Íslands, en munurinn er sá, að starfsmenn Landsbankans hafa neyðzt til þess að stofna sjóðinn samkv. fyrirmælum í l., en hinir ekki. Mér finnst þess vegna ekki ástæða til að líta á till. sem fordæmi, sem dragi dilk á eftir sér. Ég ætla rétt að geta þess viðvíkjandi brtt. þeirra hv. þm. Snæf. og hv. 8. landsk., að hún er vitanlega borin fram til þess að símafólk fái fram sinn vilja, að komast undir lífeyrissjóð Íslands, en losna við að greiða í lífeyrissjóð embættismanna. Ég vildi gjarnan í sjálfu sér geta tekið undir þetta, vegna þess að mér finnst þetta sanngjarnt með tilliti til þess, að pósturinn hefir fengið endurgreitt úr lífeyrissjóði embættismanna. En eftir því sem mér er tjáð, þá mun sjóðurinn ekki vera fær um að endurgreiða það, sem þyrfti til símafólksins, ef þetta yrði samþ. Ég get af þessum ástæðum ekki fylgt þessum brtt. að þessu sinni. En ég vil vekja athygli á því, að þessi brtt. gengur í öfuga átt við brtt. okkar um starfsmenn Landsbankans.