28.10.1937
Efri deild: 13. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 293 í B-deild Alþingistíðinda. (151)

4. mál, skuldaskilasjóður vélbátaeigenda

*Frsm. (Ingvar Pálmason):

Ég hefi ekki mikið að segja f. h. n. Ástæðan til þess, að frv. er fram borið, er sú, að eins og vitað er, varð atvmrh. að gefa út bráðabirgðal. 29. sept., þess efnis, að framlengja starfsemi skuldaskilasjóðs vélbátaeigenda. Samkv. l. frá síðasta þingi átti hann að vera búinn að ljúka störfum 30. sept., en þar sem svo mikill fjöldi báta fór á síldveiðar í vor, var ekki unnt að ljúka skuldaskilunum fyrr en bátarnir voru komnir heim. Þá var bara tvennt fyrir hendi. Annaðhvort að láta allt falla niður eða framlengja tímann. Að því ráði var horfið, og er þetta staðfesting á bráðabirgðal. Sjútvn. leggur eindregið með því, að frv. verði samþ.