20.11.1937
Neðri deild: 31. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1194 í B-deild Alþingistíðinda. (1569)

63. mál, gjaldeyrisverzlun o. fl.

Frsm. meiri hl. (Skúli Guðmundsson) :

Við 2. umr. þessa máls komu fram brtt. frá minni hl. fjhn., hv. þm. G.-K., en hann tók þær aftur til 3. umr. N. tók þessi atriði til athugunar og ber fram brtt. við frv. Brtt. 1.a, við 1. gr., er ekki breyting, heldur lagfæring á orðalagi. En brtt. 1.b er breyt. á 3. málsgr. 1. gr. Í frv. var ákvæði í þessari málsgr., að allir, sem ferðast til útlanda verði að fá sérstök skírteini frá gjaldeyirs- og innflutningsnefnd fyrir því, að þeir hafi aflað sér erlends gjaldeyris á löglegan hátt. Með brtt. 1.b er þessu breytt þannig, að í staðinn fyrir slík skírteini skulu þeir, sem ætla að ferðast til útlanda, gefa skýrslu fyrir lögreglustjóra um, að þeir hafi aflað sér nauðsynlegs erlends gjaldeyris á löglegan hátt, eða þeir geti séð sér farborða erlendis án þess að brjóta íslenzka gjaldeyrislöggjöf, og að eigendum eða forráðamönnum flutningstækja skuli óheimilt að selja mönnum farmiða eða flytja fólk til útlanda,nema fyrir liggi vottorð frá lögreglustjóra um, að nefnd skýrsla hafi verið gefin fyrir honum. — Meiri hl. n. telur þetta nauðsynlegt ákvæði til eftirlits með því, að lögin séu ekki brotin, og leggur áherzlu á, að slík ráðstöfun sé gerð í lögunum.

Þá er að síðustu smávegis viðbót við 3. gr., þar sem ákveðið er, að þeir, sem fá innflutningsleyfi, skuli greiða 2 0/00 af upphæð þeirra upp í kostnað við nefndarstörfin. Það sýnist rétt að setja eitthvert lágmark. Í Danmörku er lágmarksgjaldið 1 kr. Hér er lagt til, að það verði hálfu minna og bætt við 3. gr. orðunum: en þó eigi minna en 50 aura fyrir hvert einstakt leyfi.

Ég skal drepa á brtt. á þskj. 132, frá hv. 5. landsk., þar sem lagt er til, að þessi greiðsla til gjaldeyrisnefndar falli niður. Nefndin sér ekki ástæðu til að hafa á móti því, að innflytjendur borgi þetta leyfisgjald, sem engan dregur, og létti þannig af ríkissjóði útgjöldum, sem nema 40 þúsundum kr. á ári.