20.11.1937
Neðri deild: 31. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1196 í B-deild Alþingistíðinda. (1572)

63. mál, gjaldeyrisverzlun o. fl.

*Einar Olgeirsson:

Mig langar, í sambandi við brtt., sem hv. þm. G.-K. hefir flutt við 1. gr. þessa frv., um heimild fyrir útgerðarmenn til að ráðstafa sjálfir erlendum gjaldeyri til innkaupa til útgerðarinnar, að gera þá fyrirspurn, hvort meiningin sé, að úthlutað yrði gjaldeyrisleyfum fyrir þessu, eða hvort þeir ættu að fá sjálfir yfirráð yfir gjaldeyrinum alveg eftirlitslaust. Mig langar að heyra hans skoðun á þessu. Ég hefi flutt ásamt fleirum till. einmitt í þá átt, að útgerðarmönnum sé veitt gjaldeyrisleyfi til þess að þeir geti keypt útgerðarvörurnar óháðir hringunum. Ég mundi greiða atkv. með þessari till., ef meiningin væri, að úthlutað yrði leyfunum til útgerðarmanna sjálfra. Það er af þeim ástæðum, að mig langar að fá að heyra um það frá hv. þm. G.-K., hvor leiðin hann ætlazt til, að farin verði.