02.12.1937
Efri deild: 40. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1200 í B-deild Alþingistíðinda. (1586)

63. mál, gjaldeyrisverzlun o. fl.

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Mér fannst kenna misskilnings hjá hv. þm. Vestm. Mér fannst hann álíta, að n. hefði klofnað um þetta mál og að hv. 1. þm. Reykv. sé sérstakur n.hluti, en svo er ekki. N. hefir öll skrifað undir nál. fyrirvaralaust, en nm. hafa allir áskilið sér rétt til að bera fram brtt., og það hefir hv. 1. þm. Reykv. gert, en það liggur ekkert fyrir um afstöðu hinna nm. til þeirra brtt. Álit ég því, að ekki sé hægt að lita á hann sem sérstakan n.hluta. — Ég ætla ekki að fara að skipta mér af, hvort málið verður tekið út af dagskrá, eða nokkur hluti umr. verður látinn fara fram. Það fer auðvitað eftir því, sem hæstv. forseti ákveður.